Fyrsta samprjónið

Við ætlum að skella á samprjóni á Göngum, og byrja strax á laugardaginn (24.08.2019).

Til að vera með þarf auðvitað uppskrift, sem vill svo heppilega til að er á opnunartilboði, og melda sig svo í samprjónshópinn okkar hérna. 

Við ætlum að draga 2 vinningshafa úr þeim sem pósta mynd af tilbúnni flík í hópinn og á samfélagsmiðlunum með myllumerkin #prjonaklubburinn #samprjón

Í vinning er uppskrift fyrir næsta samprjón, sem verður ekki síður spennandi! 🧶🧶

Nú er bara að láta orðið berast, merkja vini í innlegginu og bjóða þeim í hópinn svo sem flestir geti verið með 😃