Óskaprjón

Ég heiti Ósk, er hjúkrunarfræðingur og er í framhaldsnámi í krabbameinshjúkrun við háskóla í Oslo. Ég lærði að prjóna sem barn en það var ekki fyrr en ég eignaðist son minn árið 2008 að áhuginn fyrir prjóni kveiknaði aftur.

Ég prjóna á vini og vandamenn, sjaldnast eftir pöntun því mér finnst ekki eins gaman að prjóna eftir uppskrift eða litapöntun annarra. Ég er yfirleitt með lágmark 3 verk í gangi því þá gerast hlutirnir. Get skipt á milli eftir því í hvaða skapi ég er í og get þá alltaf tekið upp litla verkefnið þegar ómolinmæðin krefst þess að sjá snöggan og öruggan framgang. Í dag er einmitt mikið um litlu verkefnin enda prjóna ég allra mest á yngsta barnið mitt ásamt sængurgjöfum.


Ég prjóna helst alla daga, hvar sem er og hvenær sem er og þvælist með prjónapoka með mér út um allt. Ásamt því að prjóna á litlu krílin er ég að reyna að prjóna meira á sjálfa mig. Og í ár fékk ég hugmynd að peysu sem ég fann ekki uppskrift af. Eitt leiddi af öðru og áður en ég vissi af var ég búin að móta mína eigin uppskrift. Þetta er mín allra fyrsta og er ég svakalega stolt og ánægð með afraksturinn. Það er því viðeigandi fyrir krabbameinshjúkkuna að allra fyrstu uppskriftin fari í sölu á bleika deginum.


Á síðasta ári opnaði ég prjóna instagram og hægt er að fylgja mér þar og fá hugmyndir :) @oskaprjon

Það eru því miður engar vörur í þessum flokki