Um Prjónaklúbbinn
Prjónaklúbburinn var stofnaður árið 2019. Síðan þá hefur verslunin tekið miklum breytingum en nú leggjum við okkur fram við að bjóða gott úrval af garni og góða þjónustu.
Prjónaklúbburinn er í eigu Ólafar Ingu Stefánsdóttur sem er menntaður klæðskeri og textílhönnuður með mikla reynslu af gæðastjórnun. Hún leggur sig fram við að finna gæði á góðu verði án þess að horfa framhjá umhverfissjónarmiðum.
Prjónaklúbburinn leitast við að vera eins sjálfbær og hægt er og selja vörur frá fyrirtækjum sem leggja áherslu á sjálfbærni. Við leggjum mikið upp úr því að selja vörur frá bæði litlum og stórum fyrirtækjum og má þar á meðal nefna Kind sem er lítið félag sem sérhæfir sig í sjálfbæru lúxus garni.
Prjónaklúbburinn ehf.
Ásklif 15
340 Stykkishólmi
Kt.520819-1770
VSK nr. 135402
verslun@prjonaklubburinn.is