Prjónavinasamprjón
Okkur þykir fátt skemmtilegra en að prjóna saman, því stofnuðum við hópinn Samprjón á Facebook.
Við munum reglulega prjóna saman eftir nýjum uppskriftum, en sé þess óskað tökum við líka eldri uppskriftir. Þið stjórnið svolítið ferðinni.
Samprjónið virkar þannig að við setjum inn hvaða uppskrift á að prjóna, þú verslar hana á síðu Prjónaklúbbsins, við setjum upp tímaramma og tökum stöðuna u.þ.b einu sinni í viku. Þú prjónar á þínum hraða, póstar myndum, spurningum og því sem þér hentar í hópinn.
Endilega notaðu líka #prjonaklubburinn #samprjon þegar þú setur myndir á t.d instagram, svo enn fleiri geti notið myndanna.
Endilega vertu með!