Skilmálar

Almennt: 
Prjónaklúbburinn áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörur fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending vöru:
Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang strax við greiðslu með korti en þegar kvittun berst sé greitt með millifærslu. Hægt er að hlaða skjalinu niður 3 sinnum, áður en hlekkurinn verður óvirkur.

Ef hönnuður telur þurfa að laga uppskrift, útskýra betur eða annað sem sé til þess fallið að bæta uppskrift mun uppfærsla verða send sjálfkrafa á alla þá sem áður hafa verslað vöruna, með skýringu á því sem breytt/bætt hefur verið.

Aðrar vörur eru sendar með póstinum, og eru verð skv. verðskrá póstins, reiknað áður en gengið er til greiðslu.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur: 
Skilaréttur á ekki við um rafrænar uppskriftir. Hinsvegar hvetjum við kaupendur til að hafa samband og við munum gera allt til að leita lausna, uppfylli uppskrift ekki væntingar eða þarfnist þær frekari útskýringa. Prjónaklúbburinn leggur sig fram við að koma til móts við viðskiptavininn.

Við kaup á öðrum vörum gilda almennar reglur um skilafrest, sjá nánar á vef neytendastofu.

Verð: 
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld: 
Öll verð í netversluninni eru með innifalinn virðisaukaskatt, 11% VSK á uppskriftum og 25% á öðrum vörum. Þá eru reikningar eru gefnir út með VSK.

 Lög og varnarþing: 
Skilmàlar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Prjónaklúbburinn ehf. 
Ásklif 15
Stykkishólmur
Kt.520819-1770
VSK nr. 135402