Merino 22

Innihald: 100 % extra fín merinoull

Þyngd og magn: 50 grömm = ca 120 metrar

Prjónfesta 22 lykkjur í sléttu prjóni á prjóna nr. 4 = 10 cm.

Uppruni: Dale Natural Lanolin Wool er framleitt á Ítalíu

MERINO 22 er spunnið úr 100 % extra fínni, náttúrulegri merinoull. Garnið er ekki superwashmeðhöndlað, í staðinn eru varðveittir upprunalegu eiginleikar ullarinnar.  Það þýðir að hún býr yfir eins miklum teygjanleika og einangrunareiginleikum og mögulegt er, líka þegar flíkin er blaut. Þannig fær maður einstakt og umhverfisvænt garn án nokkurra aukefna eins og plasts. 

MERINO 22  er einstaklega fallegt í fínni flíkur og fyrir þig sem vilt einstaklega mjúkt garn sem gefur fallegan strúktrúr. 
Mælt er með garninu í allskyns flíkur og það hentar í allskyns prjón allt frá klassísku gatamunstri í strúkúrmunstur og tvíbandaprjón, eins hentar vel að hekla úr því. Vegna þeirra einstaklega fínu ullartrefja sem notaðar eru í garnið verður það einstaklega mjúkt og hentar jafnt í ungbarna, barna og fullorðins flíkur og stingur ekki hót. 

MERINO 22 er RWS vottað . Það tryggir að ullin komi frá býlum þar sem er sjálfbær ræktun af jarðvegi og hugað að dýravelferð, en þessi vottun bannar stranglega að "mulesing" (þ.e. þegar dindillinn er skorinn af merinokindum). RSW tryggir sjálfbæra framleiðslu frá búli til tilbúinnar vöru.i

• Ullarþvottur 30 °C
• Þvoið á röngunni
• Notið þvottaefni fyrir ull/silki
• Notið ekki mýkingarefni
• Leggið til þerris

 

Það eru því miður engar vörur í þessum flokki