Kind Knitting

Yndis - Peysa

Tilboðsverð Verð 950 kr Fullt verð 950 kr

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

Um peysuna:

Yndis barnapeysan er prjónuð í hring, ofan frá og niður, með munstur í berustykkinu.
Yndis barnapeysan er einföld og látlaus en mjög falleg, hún hentar því við ýmis
tækifæri, í bæjarferðir eða leikskólann, já eða þegar á að dýfa sér í drullupoll.


Þrátt fyrir að munstrið sé einfalt og það sama og í öðrum uppskriftum frá okkur, þá er
það ekki það einfaldasta í byrjun og krefst smá einbeitingar. NB, að passa þarf
upphaf og endi á umferðum að þær tengist og verði flæði á milli.

Stærðir: 6-12 mán, 1, 2, 3, 4, 5, 6-7, 8 (-12) ára

Garn: Dale Lerke  150, 200, 250, 300, 300, 350,  400, 450 gr. 
Einnig má nota hvaða annað garn sem er, sem passar prjónfestunni. Athugið þó að magnið getur breyst ef annað garn er notað.

Prjónfesta: 22 lykkjur á 10 cm í sléttu prjóni.

Að mati prufuprjónara er þetta í erfiðleikastigi 5 (af 5 mögulegum, þar sem 1 er afar auðvelt, og 5 er mjög erfitt). 
Sú einkunn kemur til af þeirri einbeitingu sem þörf er á þegar mynstrið er lagt niður í upphafi, auk þess sem ekki allir eru vanir því að prjóna peysur ofanfrá og auka út í berustykki í stað þess að taka úr eins og venjan er.

Customer Reviews

Based on 1 review
100%
(1)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
K
Kristín Gunnarsdóttir8
Brim peysa og bók Harry Potter 2

Uppskriftin og bókin eru frábærar