Kind Knitting

Vetur - Húfa & kragi

Tilboðsverð Verð 350 kr Fullt verð 650 kr

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

Um húfuna:

Mér hefur alltaf þótt fallegt að hafa lítinn munsturbekk í öðrum lit. Eftir ansi margar prófanir og útfærslur varð þetta munstur til, frekar klassískt en rammað inn af brugðnum umferðum. Ég ákvað að leyfa einfaldleikanum að njóta sín, því hann er oft svo ótrúlega fallegur.

Húfan er prjónuð ofan frá, í hring, á sokkapróna eða langan hringprjón (magic loop). Gert er ráð fyrir eyrum í minnstu stærðunum

Stærðir: 6 - 12 mán, 1 - 3 ára, 2 - 4 ára, 4 - 7 ára,  8 - 12 ára

Garn: Dale Lerke 100+50, 100+50, 100+50, 150+50, 150+50 gr. (Miðast við að prjónað sé húfa og kragi)
Einnig má nota hvaða annað garn sem er, sem passar prjónfestunni. Athugið þó að magnið getur breyst ef annað garn er notað.

Prjónfesta: 22 lykkjur á 10 cm í sléttu prjóni