Kind Knitting

Undiralda - Buxur

Tilboðsverð Verð 650 kr Fullt verð 950 kr

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

Um buxurnar:

Undiralda buxur eru prjónaðar, í hring ofan frá og niður. 
Munstrið kallast smokkaprjón af ástæðu, það dregur sig mikið saman og þessvegna gætu buxurnar virkað mjög litlar. En til þess að munstrið njóti sín sem best er fallegast að hafa þær aðeins þröngar, en það má að sjálfsögðu gera þær vel við vöxt og nota lengur.


Stærðir: 0-6 mán, 6-12 mán, 1 árs, 2 ára, 3 ára, 4 ára

Garn: Dale lerke, sandnes merino 150, 150, 200, 200, 250, 300 gr. 

Prjónfesta: 22 lykkjur á 10 cm í sléttu prjóni 

Að mati prufuprjónara er þetta í erfiðleikastigi 4 (af 5 mögulegum, þar sem 1 er afar auðvelt, og 5 er mjög erfitt). 
Sú einkunn kemur til af þeirri einbeitingu sem þörf er á þegar mynstrið er prjónað.