Kind Knitting

Rúnni Júl - "Með sítt að aftan"

Tilboðsverð Verð 650 kr Fullt verð 950 kr

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

Um peysuna:

Rúnni heitinn Júl var "okkar allra" og það er þessi líka, hugmynd frá ofur prufuprjónaranum okkar, henni Steinunni, sem ég greip á lofti og útfærði. Þessi Rúnni rammar inn allt sem Prjónaklúbburinn stendur fyrir, þ.e. vináttuna, samfélagið og áhugan á prjóni. Þetta er okkar Rúnni Júl. 

Rúnni Júl er prjónaður ofan frá og niður með klassísku bubbluprjóni í framstykki og skemmtilegum smáatriðum sem setja punktinn yfir i-ið

Stærðir: 6-12 mán, 1, 2, 3, 4, 5, 6-7, 8-10 ára

Garn: Dale Lerke  200, 200, 250, 250, 300, 350,  400-450, 400-450 gr. 
Einnig má nota hvaða annað garn sem er, sem passar prjónfestunni. Athugið þó að magnið getur breyst ef annað garn er notað.

Prjónfesta: 22 lykkjur á 10 cm í sléttu prjóni.

Að mati prufuprjónara er þetta í erfiðleikastigi 3,5 (af 5 mögulegum, þar sem 1 er afar auðvelt, og 5 er mjög erfitt). 
Sú einkunn kemur til af þeirri einbeitingu sem þörf er á þegar mynstrið er lagt niður í upphafi, auk þess sem ekki allir eru vanir því að prjóna peysur ofanfrá og auka út í berustykki í stað þess að taka úr eins og venjan er.