Kind Knitting

Leifur Arnar

Tilboðsverð Verð 650 kr Fullt verð 950 kr

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

Þegar maður prjónar safnast upp afgangar í allskonar litum. Mig langaði að nýta þá í einfalda og fallega peysu fyrir son minn. Á sama tíma langaði mig ekki að það væri augljóst að þetta væri afgangapeysa. Úr varð þessi, frekar retro með allskonar skemmtilegum smáatriðum.

Í þessa peysu er upplagt marga liti, setja saman eftir eigin höfði, hún er þó líka falleg með munstri í einum lit, eða bara einlit því stroffin gera ansi mikið fyrir peysuna.

Leifur Arnar er prjónuð slétt, í hring ofan frá og niður, með tvíbandamunstur á bol.

Stærðir: 6-12 mán, 1, 2, 3, 4, 5, 6-7 og 8-10 ára 

Yfirvídd/ummál:  59, 61, 63, 65, 66, 70, 72, 75 cm

Garn: Dale Lerke 150, 200, 200, 200, 250, 250, 300, 350, 400 g

*Garnmagnið er leiðbeinandi og fer eftir hve mikla afganga þú vilt nýta. Uppgefið er heildar magn, en af því fara um 50-150g í munstur. (Magn miðast við Dale Lerke)

Einnig má nota hvaða annað garn sem er, sem passar prjónfestunni. Athugið þó að magnið getur breyst ef annað garn er notað.

Prjónfesta: 22 lykkjur á 10 cm í sléttu prjóni (Prjónar nr. 4)

Prjónar:

  • Hringprjón nr. 3,5
  • Hringprjón nr. 4
  • Sokkaprjóna nr. 3,5
  • Sokkaprjóna nr. 4

Fleiri myndir hér fyrir neðan