Kind Knitting

Læðingur

Tilboðsverð Verð 650 kr Fullt verð 950 kr

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

Um peysuna:

Læðingur er peysa sem er gott að henda yfir litla gorma á haustin og undir úlpuna þegar fer að kólna. 

Peysan er prjónuð ofan frá og niður,  á grófa prjóna og er því mjög fljótleg. Litaskiptingin gerir mikið og gerir einfalda peysu extra flotta, en það má að sjálfsögðu hafa hana einlita eða leika sér með hana eins og mann lystir. 

Stærðir:  6-12 mán, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8-12 ára

GarnÚlfur frá Kind garn

  • Litur 1 (hvítur): 50g / 50 g / 50g / 50g / 50g / 50g / 100g / 100g / 100g
  • Litur 2 (grár): 50g / 100 g / 100g / 100g / 100g / 100g / 150g / 150g / 150g
  • Litur 3 (blár): 50g / 100 g / 100g / 150g / 200g / 200g / 250g / 250g / 250g

Prjónfesta: 17 lykkjur á 10 cm í sléttu prjóni.

Að mati prufuprjónara er þetta í erfiðleikastigi 1 (af 5 mögulegum, þar sem 1 er afar auðvelt, og 5 er mjög erfitt). 
Sú einkunn kemur til þar sem ekki allir eru vanir því að prjóna peysur ofanfrá og auka út í berustykki í stað þess að taka úr eins og venjan er.