Alda - samfestingur
Tilboðsverð
Verð
950 kr
Fullt verð
950 kr
Um samfestinginn:
Alda -samfestingur er prjónaður slétt, í hring ofan frá og niður, með munstur í berustykkinu. Samfestingurinn er retro en smart, hann hentar því við ýmis tækifæri, í bæjarferðir eða leikskólann, já eða þegar á að hoppa í pollum.
Þrátt fyrir að munstrið sé einfalt og það sama og í öðrum uppskriftum frá okkur, þá hefur tekið smá á að fullkomna útaukninguna. En peysuna prjónaði ég í 3 útgáfum, í 2 heimsálfum og 6 löndum, til að ná útkomu sem ég var sátt við.
Bolurinn er frekar síður, það er gert til að flíkin ekki bara endist betur heldur svo hún sé þægileg. Það er nefnilega ekkert verra en of stuttur samfestingur sem skerst inn í rassinn. Lengdin þó líka partur af lúkkinu, en mér finnst mjög smart að hann poki smá.
Stærðir: 6-12 mán, 1 árs, 2 ára, 3 ára, 4 ára, 5 ára
Garn: Dale lerke, sandnes merino 250, 300, 350, 350, 400, 400-450g gr.
Prjónfesta: 22 lykkjur á 10 cm í sléttu prjóni
Að mati prufuprjónara er þetta í erfiðleikastigi 4 (af 5 mögulegum, þar sem 1 er afar auðvelt, og 5 er mjög erfitt).
Sú einkunn kemur til af þeirri einbeitingu sem þörf er á þegar mynstrið er prjónað.