Alda - peysa
Tilboðsverð
Verð
950 kr
Fullt verð
950 kr
Um peysuna:
Alda er sannkallaður heimsborgari, en til að fullkomna útaukninguna prjónaði ég þessa 3 sinnum, í 2 heimsálfum og 6 löndum, já og í flugi á milli þeirra allra. Ég er orðin ansi sátt, þó auðvitað megi alltaf gera betur, en það er viss áskorun fyrir fullkomnunaráráttuna í mér að segja stopp, ég hefði nefnilega alveg verið vís til að gera 4 útgáfu ;)
Alda er prjónuð slétt, í hring ofan frá og niður, með munstur í berustykkinu. Alda er einföld og látlaus en mjög falleg, Alda hentar því við ýmis tækifæri, í bæjarferðir eða leikskólann, já eða þegar á að dýfa sér í drullupoll.
Stærðir: 1 árs, 2 ára, 3 ára, 4 ára, 5 ára, 6-7 ára, 8-10 ára.
Garn: Dale lerke, sandnes merino 150, 200, 200-250, 250-300, 300, 350, 400-450g gr.
Prjónfesta: 22 lykkjur á 10 cm í sléttu prjóni
Að mati prufuprjónara er þetta í erfiðleikastigi 4 (af 5 mögulegum, þar sem 1 er afar auðvelt, og 5 er mjög erfitt).
Sú einkunn kemur til af þeirri einbeitingu sem þörf er á þegar mynstrið er prjónað.