Kind Knitting

Old school - Hneppt peysa

Tilboðsverð Verð 650 kr Fullt verð 950 kr

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

Um peysuna:

Old School er prjónuð slétt, í hring ofan frá og niður, með munstur í berustykkinu. Eftir á er peysan klippt upp og prjónaður listi.

Til að prjóna Old School þarf fyrir utan prjóna og garn bara nokkur prjónamerki, stoppunál og 5-12 tölur til að klára verkið. Gæti ekki verið einfaldara.

Stærðir: 6-12 mán, 1, 2, 3, 4, 5, 6-7, 8-10 ára

Garn: Ég notaði Lanolin frá Dale garn sem fæst hjá Prjónaklúbbnum.

Litur 1: 100, 100, 150, 200, 250, 250, 300, 350 g 

Litur 2: 50, 50, 50, 50, 50, 50, 100, 100g

Eins mæli ég með Lerke eða Zenta fra Permin 

Prjónfesta: 22 lykkjur á 10 cm í sléttu prjóni.

Að mati prufuprjónara er þetta í erfiðleikastigi 3,5 (af 5 mögulegum, þar sem 1 er afar auðvelt, og 5 er mjög erfitt). 
Sú einkunn kemur til af þeirri einbeitingu sem þörf er á þegar mynstrið er lagt niður í upphafi, auk þess sem ekki allir eru vanir því að prjóna peysur ofanfrá og auka út í berustykki í stað þess að taka úr eins og venjan er.