Vetur - peysa
Tilboðsverð
Verð
950 kr
Fullt verð
950 kr
Um peysuna:
Mér hefur alltaf þótt fallegt að hafa lítinn munsturbekk í öðrum lit. Eftir ansi margar prófanir og útfærslur varð þetta munstur til, frekar klassískt en rammað inn af brugðnum umferðum. Ég ákvað að leyfa einfaldleikanum að njóta sín, því hann er oft svo ótrúlega fallegur.
Vetur er prjónuð slétt, í hring ofan frá og niður, með munstur í berustykkinu. Vetur er einföld og látlaus en mjög falleg. Allt eftir vali á garni getur Vetur því hentað við ýmis tækifæri, í bæjarferðir eða leikskólann, já eða sem sparipeysa.
Stærðir: 1, 2, 3, 4, 5, 6-7, 8-10+ ára
Garn: Dale Lerke 150+50, 200+50, 200/250+50, 250/300+50, 300+50, 350+50, 400-450 +50/100 gr.
Einnig má nota hvaða annað garn sem er, sem passar prjónfestunni svo sem Dale lanolin ull eða Zenta by Permin. Athugið þó að magnið getur breyst ef annað garn er notað.
Prjónfesta: 22 lykkjur á 10 cm í sléttu prjóni.
Að mati prufuprjónara er þetta í erfiðleikastigi 3,5 (af 5 mögulegum, þar sem 1 er afar auðvelt, og 5 er mjög erfitt).
Sú einkunn kemur til af þeirri einbeitingu sem þörf er á þegar mynstrið er lagt niður í upphafi, auk þess sem ekki allir eru vanir því að prjóna peysur ofanfrá og auka út í berustykki í stað þess að taka úr eins og venjan er.