Bæring - trefill
Tilboðsverð
Verð
0 kr
Fullt verð
Bæring er klassískur, og til í ótal útgáfum. En þar sem okkur finnst öll börn þurfa að eiga einn þurftum við að gera okkar eigin útgáfu.
Bæring er prjónaður með garðaprjóni, nema smá partar þar sem prjónað er brugðning (1 SL, 1 BR). Til að prjóna Bæring þarf auk garns og prjóna bara stoppunál fyrir frágang.
Stærðir: 0-3 ára
Garn: 50g Lerke, Zenta frá Permin
Einnig má nota hvaða annað garn sem er, sem passar prjónfestunni. Athugið þó að magnið getur breyst ef annað garn er notað.
Prjónfesta: 22 lykkjur á 10 cm í sléttu prjóni.
Að mati prufuprjónara er þetta í erfiðleikastigi 2 (af 5 mögulegum, þar sem 1 er afar auðvelt, og 5 er mjög erfitt).