Prjónað á mig og mína
Tilboðsverð
Verð
4.690 kr
Fullt verð
4.690 kr
Prjónað á mig og mína eru 40 uppskriftir að ómótstæðilegum prjónaflíkum fyrir konur og 1-12 ára krakka.
Það er góð afþreying að prjóna og í þessari bók má finna uppskriftir að sígildum flíkum, aðallega peysum, sem hægt er að nota bæði hvunndags og spari. Hér eru fallegar sléttprjónaðar peysur og ýmsar útgáfur af peysum með laufamunstri. Allar flíkurnar eru prjónaðar úr léttu og mjúku garni og flestar uppskriftirnar miðast við að frágangurinn taki sem minnstan tíma.
Lene Holme Samsøe er vinsæll og þekktur hönnuður sem hefur sent frá sér fjölmargar prjónabækur, meðal annars Prjónað af ást og Prjónastund sem notið hafa mikilla vinsælda hér á landi.