Nýjar vörur!

Á síðustu dögum og vikum höfum við bætt duglega við vöruúrvalið og erum hvergi hættar. 

Við höfum meðal annars tekið inn:

Lanolin ull frá Dale garn, sem eins og er fæst eingöngu hjá okkur. Dásamlega mjúkt garn þar sem náttúrulegir eiginleikar ullarinnar eru varðveittir, sem gerir ullina einstaklega hentuga í til dæmis leikskólafatnað.

Zenta frá Permin er dásamlega mjúkt og drjúgt garn úr ull og silki (með smá nylon til styrkingar). Flík úr Zenta verður fislétt, þunn og lekkert. Zenta hentar vel í tvíbandaprjón, gatamunstur og næstum allt þar á milli. Vegna þess hve fíngert það er  hentar það vel í flíkur á allan aldur, líka ungbörn.

Við vorum svo að bæta við tölum og dúskum og um helgina bætast við falleg leðurmerki.

Eins höfum við fengið til liðs við okkur nýja hönnuði og munu fleiri bætast í hópinn á næstunni.

Þökk sé ykkur er nóg að gera, við fullar eldmóð og okkur hlakkar til að vaxa og dafna og vonum að þið viljið vera með okkur áfram.