Nýr hönnuður hjá Prjónaklúbbnum

Okkur er mikil ánægja að tilkynna að hún Erla Baldurs ætlar að selja hvolpapeysurnar sínar frægu í netverslun Prjónaklúbbsins. Uppskriftirnar hafa ekki fengist áður í netverslun og því erum við extra montnar. 

Vonandi takið þið vel á móti Erlu og hvolpunum, hver veit nema komi þá eitthvað meira skemmtilegt frá henni.