KnitByDóraBjörk og garn

Við höfum ekki setið auðum höndum og eiginlega verið svo uppteknar að við höfum gleymt að skrifa hingað  inn. 

En ef það skyldi hafa farið framhjá þér þá gaf Dóra Björk út sína fyrstu uppskrift og setti í sölu hjá okkur, Ísey vettlinga. Við tókum inn Lerke og Lille Lerke frá Dalegarn og eigum von á fleiri litum og nýju garni sem hvergi fæst annarstaðar á Íslandi. 
Talandi um garn sem hvergi annarstaðar fæst, þá erum við líka með Úlf frá Kind Garn, hrikalega flott sem staðgengill Léttlopa til dæmis, mæli með að prufa.

Endilega fylgist með okkur á Facebook, það er allskonar skemmtilegt í vændum.