EBHprjónar

Ylur - Galli

Tilboðsverð Verð 950 kr Fullt verð

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

Gallinn er í stíl við peysuna, húfuna, sokkana og vettlingana. Hentar sérlega vel í útiveruna hjá dagmömmu eða í leikskólanum, eða bara á róló með ömmu og afa. 

Um gallann:

Gallinn er prjónaður ofan frá og niður, með útaukningu í laska, munstri meðfram
listunum framan á gallanum, neðan á skálmum og ermum. Gallinn prjónaður í hring og notaðar brugðnar lykkjur sem síðar eru saumaðar í vél og klippt upp. Listarnir eru gerðir í lokin.

Áhöld: Hringprjónn nr. 3 og 4, ermaprjónar nr. 3 og 4 , prjónamerki,
stoppunál, tölur eða rennilás.

Stærðir og garnmagn:
0-6 mán: 250 gr ,
6-12 mán: 300 gr ,
1 árs: 350 gr,
2 ára: 400 gr,
3ára: 450 gr,
4 ára: 500 gr.

Prjónfesta: 21 lykkja gefa 10 cm  


Þessi uppskrift er í umboðssölu hjá Prjónaklúbbnum (Pk) og er því ekki á vegum eða á ábyrgð fyrirtækisins. Höfundur hennar hefur falið fyrirtækinu að annast sölu hennar með samningi þar að lútandi, en í honum stendur m.a. „[höfundur]  má einungis fela Pk sölu á uppskriftum þeim sem hún/hann  gefur út sem sitt eigið hugverk. Pk ber enga ábyrgð komi í ljós misbrestur þar að lútandi s.s. ritstuldur eða annað áþekkt.“