Vær - smekkbuxur
Tilboðsverð
Verð
950 kr
Fullt verð
950 kr
Buxurnar eru prjónaðar neðan frá og upp. Skálmarnar og bolur eru prjónað í hring á prjóna númer 4 en smekkur, afturstykki og bönd eru prjónuð fram og tilbaka. Skálmarnar eru prjónaðar þröngar neðst en verða síðan ,,baggy” því hærra upp sem er komið.
Ég mæli ekki með mjög þykku garni í þessar buxur til þess að geta notað þær sem léttar hversdagsbuxur!
Stærðir: 3-6 mánaða, (6-9 mánaða), 9-12 mánaða, (12 – 18 mánaða), 2- 3 ára, (4 ára), 5-6 ára
Prjónfesta: 21 lykkjur = 10x10 sentímetra í sléttu prjóni á prjóna nr. 4
Prjónar: Sokkaprjónar nr. 3,5 og 4 og hringprjónar nr. 4 (40 sm fyrir minni stærðirnar eða 60 sm fyrir stærri stærðirnar
Tillögur af garni: Merino 22 eða Dale lerke eða annað garn sem passar prjónfestunni.
Magn: 150, (200), 200, (200), 250, (250), 250 grömm
Uppskriftin er í umboðssölu hjá Prjónaklúbbnum (Pk) og er því ekki á vegum eða á ábyrgð fyrirtækisins. Höfundur hennar hefur falið fyrirtækinu að annast sölu hennar með samningi þar að lútandi, en í honum stendur m.a. „[höfundur] má einungis fela Pk sölu á uppskriftum þeim sem hún/hann gefur út sem sitt eigið hugverk. Pk ber enga ábyrgð komi í ljós misbrestur þar að lútandi s.s. ritstuldur eða annað áþekkt.“