Tildra - fullorðinspeysa
Tilboðsverð
Verð
950 kr
Fullt verð
950 kr
Tildra er prjónuð ofan frá og niður, sem þýðir að byrjað er að fitja upp á hálsmáli. Peysan er heilmunstruð. Mismunandi prjónfesta er á stærðum, það er til þess að stökkið á milli stærða sé ekki jafn stórt. Þannig eru stærðir XS, M, XL og XXXL með prjónfestu 17/10 á 5 mm prjóna og stærðir S, L, XXL og XXXXL með prjónfestu 16/10 á 5.5 mm prjóna, hérna þurfa samt sumir að nota fínni prjóna til þess að ná þéttri prjónfestu.
Stærðir:
xsmall, (small), medium, (large), xlarge, (xxlarge), xxxl, (xxxxl).
Ummál:
94, (100), 106, (113), 118, (125), 130, (138) cm.
Prjónfesta:
17/10 cm á prjóna númer 5,5.
Prjónar:
Sokkaprjónar 4.5 mm og 5 mm, stuttur hringprjónn (40 cm) 4.5 mm, 5 mm og 5.5 mm. Langur hringprjónn (80 cm) 4.5 mm, 5 mm og 5.5 mm.
Garn: Merino Kindknitting eða Dale Merino 22 og fylgiþráður Holst Titicaca eða Filcolana Alva.
Merino og Merino 22: 350, (350), 400, (450), 500, (550), 550, (600)g.
Holst Titicaca og Filcolana Alva: 100, (150), 150, (150), 150, (200), 200, (200)g
Þessi uppskrift er í umboðssölu hjá Prjónaklúbbnum (Pk) og er því ekki á vegum eða á ábyrgð fyrirtækisins. Höfundur hennar hefur falið fyrirtækinu að annast sölu hennar með samningi þar að lútandi, en í honum stendur m.a. „[höfundur] má einungis fela Pk sölu á uppskriftum þeim sem hún/hann gefur út sem sitt eigið hugverk. Pk ber enga ábyrgð komi í ljós misbrestur þar að lútandi s.s. ritstuldur eða annað áþekkt.“