Knit by Rakel

Sveitakjusan

Tilboðsverð Verð 650 kr Fullt verð 650 kr

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

Kjusan er prjónuð fram og tilbaka. Fyrst eru fitjaðar upp lykkjur bara úr einum þræði á prjóna nr 3,5. Síðan er kjusan prjónuð fram og tilbaka á 40 sm hringprjón nr 4 með tveimur þráðum. Þú endar á að prjóna í hring við úrtöku fyrir aftan höfuð. Lykkjur eru síðan teknar upp á prjóna nr 3,5 til þess að prjóna I-cord bönd.
Síðast eru lamba- eða kanínueyru prjónuð og fest á kjusuna.
ATH! Drops Baby merino og Drops Bouclé eiga bæði til með að stækka í þvotti. Ef þú ert óörugg með stærðina á húfunni mæli ég með að nota örlítið minni prjóna ef þú ætlar að nota það garn saman.

Stærðir: 0-3 mánaða,( 3-6 mánaða), 6-12 mánaða, (1-2), 3-4 ára

Prjónfesta: 21 lykkjur = 10x10 sentímetra í sléttu prjóni á prjóna nr. 4

Prjónar: sokkaprjónar og litlir hringprjónar nr. 3,5 og sokkaprjónar og litlir hringprjónar nr. 4

Tillögur af garni: Einn þráður Dale soft Merino prjónaður með einum þræði Drops Alpaca Bouclé eða Drops Kid Silk
Magn: Soft merino: 50,(50), 50,(100), 100 grömm
Drops Bouclé: 50,(50), 50,(100), 100 gr eða Drops Kid Silk 25,(25), 50,(50), 50 grömm 

Uppskriftin er í umboðssölu hjá Prjónaklúbbnum (Pk) og er því ekki á vegum eða á ábyrgð fyrirtækisins. Höfundur hennar hefur falið fyrirtækinu að annast sölu hennar með samningi þar að lútandi, en í honum stendur m.a. „[höfundur]  má einungis fela Pk sölu á uppskriftum þeim sem hún/hann  gefur út sem sitt eigið hugverk. Pk ber enga ábyrgð komi í ljós misbrestur þar að lútandi s.s. ritstuldur eða annað áþekkt.“