knitbysteinUNN

Skírnarkjóll Steinunnar

Tilboðsverð Verð 1.250 kr Fullt verð

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

Þessi kjóll er prjónaður ofanfrá og niður með opnu hálsmáli í baki. Útaukningar í laska eru með gatamynstri að framan en ekki að aftan. Gatarönd er efst á pilsi en henni má sleppa ef ekki á að þræða borða í gegn.

Stærðir: 

0-3 mán / 3-6 mán

Ummál:
41, 51cm.

Garn:  
Sandnes Sunday (50 gr= 235 mtr)
350, 400 g

Einnig má nota Mandarin petit frá Sandnes (400, 450g)

Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.

Prjónfesta:
27 lykkjur á 10 cm í sléttu prjóni á prjóna nr. 3,0

Það sem þarf að hafa við höndina:
40 cm hringprjónar nr. 2,5 og 3.
60 cm hringprjónn nr. 3
Sokkaprjónar nr. 2,5 og 3.

1-2 tölur
Nokkur prjónamerki
Skæri, nál
Heklunál # 2,5

Að mati prufuprjónara er þetta í erfiðleikastigi 3,5 (af 5 mögulegum, þar sem 1 er afar auðvelt, og 5 er mjög erfitt).