Erla Baldurs

Sjóbjörgunarhvolpurinn

Tilboðsverð Verð 1.250 kr Fullt verð

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

Peysan er prjónuð í hring neðan frá og upp. Uppskriftin er mjög auðveld og vel útfærð, svo hún ætti að henta vönum prjónurum sem óvönum. Ermarnar eru prjónaðar og tengdar við bolinn við munsturbekkinn. Uppskriftin er hönnuð þannig að byrjun umferðar á munsturbekknum hefst við ísetningu fyrri ermar og miðast leiðbeiningar og lykkjufjöldi við það.

Stærðir: 2, (4), 6, (8) ára.

Garn magn: 150 (150)200 (250)gr.
Það miðast við að í dokkunni séu um 100 metrar.
Ekki verður uppgefið ákveðin tegund af garni. Einungis garn sem hentar fyrir tiltekna prjónastærðir.

Höfundur Erla Baldursdóttir

Ef keypt er auka hvolpamunstur á sama tíma og uppskrift kemur sjálfkrafa afsláttur (aukamunstur kostar 550kr með afslætti). Eins er afsláttarkóði aftast í uppskrift sem hægt er að nota til að kaupa aukamunstur með afslætti. (Afsláttarkóðinn er bundinn við netfang kaupanda og einungis hægt að nota 6 sinnum).