knitbysteinUNN

Sitji Guðs englar - Romper

Tilboðsverð Verð 950 kr Fullt verð 950 kr

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

Nýlega færði góður vinur mér þær gleðifréttir að hann ætti von á sínu fyrsta barni.
Um svipað leyti frétti ég að dásamlega stelpuskottið sem passaði ormana mína þegar þau voru lítil, fyrir margt löngu síðan, væri einnig með barni. Því ákvað ég að nú væri kominn tími til að hanna fallegt ungbarnasett sem þetta yndislega unga fólk gæti hugsað sér að klæða nýfæddu börnin sín í.

Í þessu ungbarnasetti eru peysa, romper og húfa.


Romperinn er prjónaður í hring, ofan frá og niður. Þegar kemur að skálmaopum er stykkinu skipti í fram- og bakstykki og eru þau prjónuð fram og til baka. Stykkin eru svo lykkjuð saman í klofinu og prjónuð brugðning við skálmaop. Að lokum eru axlaböndin prjónuð og tölur festar á.

STÆRÐIR
Nýburar / 0-3 mán / 3-6 mán / 6-9 mán

UMMÁL
36, 40, 44, 48, cm

GARN
Dale Lille lerke eða það garn sem passar prjónafestunni.
100, 100, 100, 100 gr

Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.

PRJÓNAR
Hring- og sokkaprjónar # 2,5

PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU  PRJÓNI
26 L = 10 cm

ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Prjónamerki
Skæri, nál
2 tölur

 Að mati prufuprjónara er þetta í erfiðleikastigi 3 (af 5 mögulegum, þar sem 1 er afar auðvelt, og 5 er mjög erfitt).