Regn - Húfa
Tilboðsverð
Verð
650 kr
Fullt verð
650 kr
Húfan er prjónuð neðan frá og upp.
Fyrst er prjónað stroff og svo er brotið upp á það og það prjónað saman. Því næst er prjónað munstur og svo er úrtaka á kollinum. Í uppskriftinni er einnig boðið upp á að prjóna eyrnahlífar og bönd á minnstu stærðina.
Hægt er að setja á hana dúsk ef vilji er fyrir hendi.
STÆRÐIR:
Stærðir 1-3 ára (4 -7 ára) 8 -12 ára
GARN:
Dale Lerke
Aðallitur: 50 gr. í allar stærðir
Munsturlitur: 50 gr. í allar stærðir
PRJÓNFESTA:
22 l / 10 cm á prj. nr. 4
ANNAÐ SEM ÞARF:
40 cm hringprjóna nr 3,5 (eða 80-100 cm langar hringprjóna fyrir magic loop aðferð)
40 cm hringprjóna nr 4 (eða 80-100 cm langar hringprjóna fyrir magic loop aðferð)
1 prjónamerki
Þessi uppskrift er í umboðssölu hjá Prjónaklúbbnum (Pk) og er því ekki á vegum eða á ábyrgð fyrirtækisins. Höfundur hennar hefur falið fyrirtækinu að annast sölu hennar með samningi þar að lútandi, en í honum stendur m.a. „[höfundur] má einungis fela Pk sölu á uppskriftum þeim sem hún/hann gefur út sem sitt eigið hugverk. Pk ber enga ábyrgð komi í ljós misbrestur þar að lútandi s.s. ritstuldur eða annað áþekkt.“