EBHprjónar

Peysan hennar Millu - Opin peysa

Tilboðsverð Verð 950 kr Fullt verð

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

Falleg peysa í stíl við húfuna, sokkana og vettlingana. hennar Millu
Peysan er prjónuð ofan frá og niður í hring, hún er sett upp þannig að gerð er brugðning niður eftir miðju að framan, brugðningin er síðan saumuð upp og klippt í lokin, einnig hægt er að prjóna peysuna fram og til baka og er hún þá prjónuð brugðin á röngunni og lykkjunum 3 í miðjunni sleppt. Hægt er að velja tvær útgáfur af útaukningum við laskann, annars vegar að slá upp á bandið og gera þannig gatamunstur við laskann eða gera útaukningar til hægri/vinstri við laskann.

Stærðir og garnmagn: 

3 – 6 mánaða: 200 gr,
6-12 mánaða: 200 gr,
1árs: 250 gr,
2 ára: 250 gr ,
3ára: 300 gr,
4 ára: 300 gr.
5 ára: 350,
6 ára: 350 gr.

Ummál:
54, 56, 58, 60, 61, 65, 67, 69 cm

Garn:
Dala lerke eða annað með sömu prjónfestu, s.s. Drops merino extra fine eða Merino DK

Prjónafesta:
22/10 á prjóna númer 4 .

Tæki og tól:
Hringprjónn nr. 3,5 og 4, ermaprjónar nr. 3,5 og 4, prjónamerki og nál,

 

Þessi uppskrift er í umboðssölu hjá Prjónaklúbbnum (Pk) og er því ekki á vegum eða á ábyrgð fyrirtækisins. Höfundur hennar hefur falið fyrirtækinu að annast sölu hennar með samningi þar að lútandi, en í honum stendur m.a. „[höfundur]  má einungis fela Pk sölu á uppskriftum þeim sem hún/hann  gefur út sem sitt eigið hugverk. Pk ber enga ábyrgð komi í ljós misbrestur þar að lútandi s.s. ritstuldur eða annað áþekkt.“