Óskaprjón

Músin Pipp

Tilboðsverð Verð 0 kr Fullt verð 0 kr

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

 

Ég var beðin um að prjóna 2 mýs fyrir sögustund í leikskóla dóttur minnar. Eftir að hafa skoðað aðeins á netinu, án þess að finna akkurat það sem ég var með í huga, ákvað ég bara að búa til mína eigin mús. Það hefur verið skemmtilegt verkefni og þakka ég fyrir sýndan áhuga.
Ef þig langar að gera minni eða stærri mús er lítið mál að fara niður/upp um td. Hálfa prjónastærð og stytta/lengja um 1-2 cm. Í lengd á fótum, höndum. Endilega lestu í gegnum alla uppskriftina áður en þú hefst handa við prjónaskapinn

Garn: 50 gr. í aðallit. Afgangar í smekkbuxur ca. 15 gr. Ljósbleikt/beige garn í eyrun og nef ca. 2-5 gr. Að lokum,smá spotti af lit fyrir augun.

Hægt er að nota allt garn sem passar fyrir prjónastærð 2,5-3,5.  Ég notaði Dale alpakka og prjóna nr. 3 í mína mús.
Til að prjóna Pipp þarf: Sokkaprjóna í st. 3 mm og/eða langan hringprjón í sömu stærð. Tróð að eigin vali. (Ég keypti púða í IKEA sem ég nota tróðið innan úr) Prjónamerki og 2 tölur (valgfrítt).

Prjónafesta er 26:10 á prjónast. 3.

Þessi uppskrift er í umboðssölu hjá Prjónaklúbbnum (Pk) og er því ekki á vegum eða á ábyrgð fyrirtækisins. Höfundur hennar hefur falið fyrirtækinu að annast sölu hennar með samningi þar að lútandi, en í honum stendur m.a. „[höfundur]  má einungis fela Pk sölu á uppskriftum þeim sem hún/hann  gefur út sem sitt eigið hugverk. Pk ber enga ábyrgð komi í ljós misbrestur þar að lútandi s.s. ritstuldur eða annað áþekkt.“