Knit by Rós

Mósaík - Húfa

Tilboðsverð Verð 0 kr Fullt verð 0 kr

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

Þessi húfa er prjónuð með tveimur litum, aðallit og munsturlit. Gott að er að hafa annan litinn dökkann og hinn ljósan, svo að munstrið njóti sín betur.
Munstrið er prjónað með mósaík aðferð. Þá er aðeins prjónað með einum lit í einu, en það eru óprjónaðar lykkjur sem mynda munstrið.

STÆRÐIR:
Húfan er í einni stærð sem hentar fullorðnum.

GARN:
Dale Baby ull eða annað garn með sömu prjónafestu
50 í hvorum lit.

PRJÓNFESTA:
28 l / 10 cm á prj. nr. 3

ANNAÐ SEM ÞARF:
● 2,5 mm - 40 cm hringprjónn (eða lengri en 80 cm fyrir magic loop aðferðina)
● 3 mm - 40 cm hringprjónn (eða lengri en 80 cm fyrir magic loop aðferðina)
● 3 mm sokkaprjónar (sleppa ef magic loop aðferðin er notuð)

Þessi uppskrift er í umboðssölu hjá Prjónaklúbbnum (Pk) og er því ekki á vegum eða á ábyrgð fyrirtækisins. Höfundur hennar hefur falið fyrirtækinu að annast sölu hennar með samningi þar að lútandi, en í honum stendur m.a. „[höfundur]  má einungis fela Pk sölu á uppskriftum þeim sem hún/hann  gefur út sem sitt eigið hugverk. Pk ber enga ábyrgð komi í ljós misbrestur þar að lútandi s.s. ritstuldur eða annað áþekkt.“