Óskaprjón

Margrét

Tilboðsverð Verð 950 kr Fullt verð 950 kr

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

Peysan Margrét varð til út frá hugmynd minni um sæta hneppta peysu á yngstu dóttur mína. Peysan er einlit og í minni útgáfu skreytti ég með lit í blómin. Það er hægt að velja á milli tveggja tegunda blóma í uppskriftinni. Í munstri 1 er prjónaður hnútur í miðju blómi og svo handsaumað restina. Í munstri 2 er blómið prjónað og ekki nauðsynlegt að handsauma í lokin. Í viðbót við blómin er hægt að bæta við bróderingu í berustykkið ef áhugi er fyrir meira skrauti. Uppskriftin er einföld en með möguleika fyrir fjölbreytileika þar sem litir geta notið sín.

 

Margrét er prjónuð slétt, neðan frá og upp, með laskaúrtöku. Hún er prjónuð í hring með munstri í upphafi á hægra framstykki og til vinstri á bakstykki. Peysan er klippt upp í lokin og prjónaðir listar.

Garn: Lerke frá Dale garn (fæst hjá okkur) eða sambærilegt svo sem Drops merino extra fine.

 Stærðir Ummál í CM Garnmagn
6-12 mán 53 150g
1-2 ára 59
200g
2-3 ára 65
250g
3-4 ára 71 250g
5-6 ára 77
300g

 

Til að prjóna Margréti þarf: Sokkaprjóna (eða langan hringprjón fyrir magic loop) í st. 3.5 mm og 4.5 mm, 40-60 cm hringprjón í st. 3.5 og 4.5 mm, prjónamerki og tölur. Sokkaprjóna í st. 3 mm og 3.5 mm, langan hringprjón í st. 3 mm og 3.5 mm (100-120 cm), prjónamerki og tölur.

Prjónafesta er 20:10 á prjónastærð 4.5

Þessi uppskrift er í umboðssölu hjá Prjónaklúbbnum (Pk) og er því ekki á vegum eða á ábyrgð fyrirtækisins. Höfundur hennar hefur falið fyrirtækinu að annast sölu hennar með samningi þar að lútandi, en í honum stendur m.a. „[höfundur]  má einungis fela Pk sölu á uppskriftum þeim sem hún/hann  gefur út sem sitt eigið hugverk. Pk ber enga ábyrgð komi í ljós misbrestur þar að lútandi s.s. ritstuldur eða annað áþekkt.“