Lísa
Tilboðsverð
Verð
950 kr
Fullt verð
950 kr
Peysan Lísa varð til þegar ég sat heima hjá mér í Noregi með heimþrá til Íslands i miðju Covid tímabilinu. Svo gekk ég með hugmyndina í maganum í nokkra mánuði áður en ég fékk hvatningu til að skella henni í framkvæmd. Þá var ekki annað en að drífa í þessu, og með aðstoð snöggra prufuprjónara varð íslenska lopapeysan mín að veruleika og stóðst allar mínar væntingar. Lísa er æðislega hlý og falleg peysa, tilvalin á leikskólann, bæði í Noregi og á Íslandi. Peysan er einföld peysa með einum aðallit og tveimur munsturlitum. Munsturlitur B fær að njóta sín svolítið og er munstrið á ermum og á berustykki. Ég gerði uppskriftina með garnið Úlf í huga sem er frá kindknitting.
Lísa er prjónuð slétt í hring, neðan frá og upp með úrtöku í munstri.
Garn: Úlfur frá Kind garn (fæst hjá okkur) eða sambærilegt svo sem Léttlopi.
Stærðir | Ummál í CM | Garnmagn í g Litur A |
Garnmagn í g Litur B |
Garnmagn í g Litur C |
1-2 ára | 60 | 100 | 50 | 50 |
2-3 ára | 65 | 150 | 50 | 50 |
3-4 ára | 71 | 150 |
50 | 50 |
5-6 ára | 76 | 200 |
100 | 50 |
7-8 ára | 80 | 200 | 100 | 50 |
Til að prjóna Lísu þarf: Sokkaprjóna (eða langan hringprjón fyrir magic loop) í st. 3.5 mm og 4.5 mm, 40-60 cm hringprjón í st. 3.5 og 4.5 mm og prjónamerki.
Prjónafesta er 18:10 á prjónastærð 4.5
Þessi uppskrift er í umboðssölu hjá Prjónaklúbbnum (Pk) og er því ekki á vegum eða á ábyrgð fyrirtækisins. Höfundur hennar hefur falið fyrirtækinu að annast sölu hennar með samningi þar að lútandi, en í honum stendur m.a. „[höfundur] má einungis fela Pk sölu á uppskriftum þeim sem hún/hann gefur út sem sitt eigið hugverk. Pk ber enga ábyrgð komi í ljós misbrestur þar að lútandi s.s. ritstuldur eða annað áþekkt.“