Kúra - dömupeysa
Tilboðsverð
Verð
950 kr
Fullt verð
950 kr
Kúra dömupeysa er mjög “oversize”. Ef þú vilt ekki hafa hana mjög stóra skalt þú velja stærðina fyrir neðan.
Peysan er prjónuð neðan frá og upp í hring. Síðan er peysunni skipt niður í fram- og afturstykki og prjónuð fram og tilbaka. Lykkjur eru teknar upp fyrir ermar og kraga og prjónaðar í hring á lítinn hringprjón.
Stærðir: S/M, (M/L), L/XL
Ummál: ca. 120, (140), 160 cm
Prjónfesta: 17 lykkjur og 25 raðir = 10x10 sentímetra í sléttu prjóni á prjóna nr. 5
Prjónar: 4 og 5 mm hringprjónar (40 og 80 eða 100 cm)
Tillögur af garni: Úlfur frá Kind eða annað garn sem passar prjónfestunni.
Magn: 700, (800), 900 grömm
Uppskriftin er í umboðssölu hjá Prjónaklúbbnum (Pk) og er því ekki á vegum eða á ábyrgð fyrirtækisins. Höfundur hennar hefur falið fyrirtækinu að annast sölu hennar með samningi þar að lútandi, en í honum stendur m.a. „[höfundur] má einungis fela Pk sölu á uppskriftum þeim sem hún/hann gefur út sem sitt eigið hugverk. Pk ber enga ábyrgð komi í ljós misbrestur þar að lútandi s.s. ritstuldur eða annað áþekkt.“