Hulla hopp - toppur
Tilboðsverð
Verð
950 kr
Fullt verð
950 kr
Hulla Hopp Toppur er prjónaður ofan frá og niður. Fyrst eru framstykki og bakstykki prjónuð fram og til baka, hvert fyrir sig. Stykkin eru loks sameinuð á einn hringprjón og fitjaðar eru upp lykkjur undir ermum. Bolurinn er prjónaður slétt í hring þar til passlegri lengd er náð. Bolurinn endar með stroffi og ítalskri affellingu. Lykkjur eru teknar upp meðfram ermaopi og prjónaður er þunnur ermakkantur með stroffi. Uppfitslykkjur fram- og bakstykkis ásamt nýjum lykkjum mynda hálskragann, sem er prjónaður með stroffi.
Athugið að Hulla Hopp Toppur er þröngur toppur með neikvæða hreyfivídd (-5 cm). Mælt er með því að ef yfirvídd lendir á milli stærða þá sé valin næsta stærð fyrir neðan.
Toppinn er hægt að prjóna sem stuttan magatopp eða topp með venjulegri lengd.
Stærðir:
5 -6 (7-8) 9-10 (11-12) ára
Ummál:
60 (64) 67 (70) 80 cm
Prjónfesta:
26 lykkjur á 3 mm prjóna = 10 cm
Prjónar:
Hringprjónn 2,5 mm (60 eða 80 cm) og hringprjónn 3 mm (60 eða 80 cm)
Garn:
Stuttur bolur:100 (100) 150 (150) gr af Lille lerke Langur bolur:150 (150) 200 (200) gr af Lille lerke
Þessi uppskrift er í umboðssölu hjá Prjónaklúbbnum (Pk) og er því ekki á vegum eða á ábyrgð fyrirtækisins. Höfundur hennar hefur falið fyrirtækinu að annast sölu hennar með samningi þar að lútandi, en í honum stendur m.a. „[höfundur] má einungis fela Pk sölu á uppskriftum þeim sem hún/hann gefur út sem sitt eigið hugverk. Pk ber enga ábyrgð komi í ljós misbrestur þar að lútandi s.s. ritstuldur eða annað áþekkt.“