Haukur litli - hneppt peysa
Tilboðsverð
Verð
950 kr
Fullt verð
Þessi uppskrift er skrifuð fyrir Lille Lerke því það hentar svo vel fyrir litlu krílin.
Peysan er prjónuð ofan frá og niður, fram og tilbaka. Tölulisti er prjónaður í lokin.
Stærðir:
Nýburar /1-3 mán / 3-6 mán / 6-9 mán
Ummál:
43 / 45 / 47 / 50 cm
Garn:
Dale Lille Lerke eða það garn sem passar prjónafestunni.
100 / 150 / 150 / 200 gr
Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.
Prjónfesta:
26 lykkjur á 10 cm í sléttu prjóni á prjóna #3,0
Það sem þarf að hafa við höndina:
Hringprjónar, lengd valfrjáls # 2,5 og 3,0
Sokkaprjónar # 2,5 og 3,0
Nokkur prjónamerki
5-8 tölur
Skæri, nál
Að mati prufuprjónara er þetta í erfiðleikastigi 2,0 (af 5 mögulegum, þar sem 1 er afar auðvelt, og 5 er mjög erfitt).