Hátíðarslaufa herramannsins
Tilboðsverð
Verð
0 kr
Fullt verð
0 kr
Hátíðarslaufan er klassísk og til í ótal útgáfum, bæði prjónuðum og hekluðum og hefur verið gerð í allskyns útfærslum í áranna rás. Okkur fannst vanta aðgengilega uppskrift af prjónaðri slaufu á íslensku, svo við bættum úr því.
Stærðir: Barna, unglinga og fullorðins
Garn: Lerke , Lanolin eða Zenta frá Permin
Einnig má nota hvaða annað garn sem er, sem passar prjónfestunni. Afar lítið magn fer í slaufuna svo það er tilvalið að nota þá afganga sem leynast í kytrunum.
Prjónfesta: 24 lykkjur á 10 cm í sléttu prjóni á prjóna #3,5
Að mati prufuprjónara er þetta í erfiðleikastigi 1,5 (af 5 mögulegum, þar sem 1 er afar auðvelt, og 5 er mjög erfitt).