Flóra - húfan
Tilboðsverð
Verð
650 kr
Fullt verð
650 kr
Sniðið á húfunni er má segja hefðbundið húfusnið. Byrjað er að fitja upp á stroffinu á húfunni, svo er prjónað munstur og að lokum úrtaka í toppnum á húfunni. Þegar valin er stærð til að prjóna er gott að skoða vídd sem gefin er upp á húfunni til að meta hvaða stærð er best að prjóna. Góð teygja er í húfunni og gott að hafa það í huga þegar stærð er valin. Prjónfestan sem gefin er upp er 18/10 á 5 mm, stundum þarf að stækka eða minnka prjóna til að ná réttri prjónfestu og það er gott að hafa það i í huga þegar prjónar eru valdir fyrir verkefnið. Munstrið er kaðlamunstur og lærist fljótt. Það er aðeins öðruvísi en klassískt kaðlamunstur en ætti að vera nokkuð einfalt í framkvæmd.
Stærðir:
S/M, (L/XL).
Ummál:
50, (54) cm.
Prjónfesta:
18/10 cm á 5 mm prjóna.
Prjónar: Sokkaprjónar 5 mm og litlir hringprjónar 4.5 mm og 5 mm.
Garn: Dale Older, Kind Úlfur eða Filcolana Peruvian.
Garnmagn: 100 gr í allar stærðir.
Þessi uppskrift er í umboðssölu hjá Prjónaklúbbnum (Pk) og er því ekki á vegum eða á ábyrgð fyrirtækisins. Höfundur hennar hefur falið fyrirtækinu að annast sölu hennar með samningi þar að lútandi, en í honum stendur m.a. „[höfundur] má einungis fela Pk sölu á uppskriftum þeim sem hún/hann gefur út sem sitt eigið hugverk. Pk ber enga ábyrgð komi í ljós misbrestur þar að lútandi s.s. ritstuldur eða annað áþekkt.“