Sunna María

Flóra - fullorðinssett

Tilboðsverð Verð 1.800 kr Fullt verð 2.250 kr

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

Sett með uppskriftum að peysu, húfu og vettlingum í Flóru línunni,

Peysan:

Flóra er prjónuð ofan frá og niður, sem þýðir að byrjað er að fitja upp á hálsmáli. Peysan er með köðlum á berustykkinu, en annars prjónuð slétt. Hver stærð hefur sína munsturteikningu. Þegar valin er stærð til þess að prjóna, þá er best að velja stærð eftir að búið er að mæla þann sem fær peysuna og velja stærð út frá þeim málum. Sniðið á peysunni er þannig að það er auðvelt að lengja bol og ermar í þeirri yfirvídd sem manni líst á.

Stærðir: 
Xsmall, (Small), Medium, (Large), XLarge, (XXLarge), XXXLarge, (XXXXLarge).

Ummál:
95, (102), 111, (117), 122, (128), 136, (143) cm.


Prjónfesta:
18/10 cm á 5 mm prjóna.

Prjónar: Sokkaprjónar 4.5 mm og 5 mm, stuttur hringprjónn (40 cm) 4.5 mm og 5 mm.
Langur hringprjónn (60 cm) 4.5 mm og 5 mm.

Garn: Dale Older, Kind Úlfur eða Filcolana Peruvian.
Garnmagn: 1450, (500), 550, (600), 650, (650), 700, (700) g.

 

 

Húfan:

Sniðið á húfunni er má segja hefðbundið húfusnið. Byrjað er að fitja upp á stroffinu á húfunni, svo er prjónað munstur og að lokum úrtaka í toppnum á húfunni. Þegar valin er stærð til að prjóna er gott að skoða vídd sem gefin er upp á húfunni til að meta hvaða stærð er best að prjóna. Góð teygja er í húfunni og gott að hafa það í huga þegar stærð er valin. Prjónfestan sem gefin er upp er 18/10 á 5 mm, stundum þarf að stækka eða minnka prjóna til að ná réttri prjónfestu og það er gott að hafa það i í huga þegar prjónar eru valdir fyrir verkefnið. Munstrið er kaðlamunstur og lærist fljótt. Það er aðeins öðruvísi en klassískt kaðlamunstur en ætti að vera nokkuð einfalt í framkvæmd.

Stærðir: 
S/M, (L/XL).

Ummál:
50, (54) cm.


Prjónfesta:
18/10 cm á 5 mm prjóna.

Prjónar: Sokkaprjónar 5 mm og litlir hringprjónar 4.5 mm og 5 mm.

Garn: Dale Older, Kind Úlfur eða Filcolana Peruvian.
Garnmagn: 100 gr í allar stærðir.

 

Vettlingarnir:Sniðið á vettlingunum er þannig að það er ekki klassískur þumall, heldur hliðarþumall. Í minnstu stærðinni er ekki gert ráð fyrir þumli, heldur er vettlingurinn prjónaður eins og ungbarnavettlingur með engum þumli. Aukið út fyrir þumlinum í annarri hverri umferð. Úrtakan efst á vettlingnum er einhvers konar hring úrtaka, en ekki þessi venjulega í hliðunum. Munstrið er kaðlamunstur og lærist fljótt. Það er aðeins öðruvísi en klassískt kaðlamunstur er ætti að vera nokkuð einfalt í framkvæmd.

Stærðir: 
S/M, (L/XL).

Prjónfesta:
18/10 cm á 5 mm prjóna.

Prjónar:
Sokkaprjónar 4.5 mm og 5 mm.

Garn: Dale Older, Kind Úlfur eða Filcolana Peruvian.
Garnmagn: 100 gr í allar stærðir.

Þessi uppskrift er í umboðssölu hjá Prjónaklúbbnum (Pk) og er því ekki á vegum eða á ábyrgð fyrirtækisins. Höfundur hennar hefur falið fyrirtækinu að annast sölu hennar með samningi þar að lútandi, en í honum stendur m.a. „[höfundur]  má einungis fela Pk sölu á uppskriftum þeim sem hún/hann  gefur út sem sitt eigið hugverk. Pk ber enga ábyrgð komi í ljós misbrestur þar að lútandi s.s. ritstuldur eða annað áþekkt.“