Flétta - húfa
Tilboðsverð
Verð
650 kr
Fullt verð
650 kr
Ein af öflugari prjónakonum sem ég þekki, hún Bryndís, yndisleg samstarfskona mín, bað mig um að skrifa fyrir sig uppskrift að fallegri húfu. Hún er mikill fagurkeri og nostrar við smáatriði, öll þessi litlu atriði sem skipta svo miklu máli í heildarmyndinni. Þess vegna þótti mér afar vænt um að fá svona beiðni frá henni.
Húfan er prjónuð í hring á sokkaprjóna eða hringprjón. Gert er ráð fyrir eyrnaskjólum á minnstu stærðinni, og gott að hafa í huga að séu þau sett á næst-minnstu stærðina þarf örlítið meira garn en gefið er upp.
UMMÁL
Ca 36, 38, 42, 44 cm
GARN
Dale Lerke,Dale Lanolin, eða það garn sem passar prjónafestunni.
50, 100, 100, 100 gr.
PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
22-23 L = 10 cm
PRJÓNAR
Hring- og sokkaprjónar nr. 3,5
Hafa þarf saumnál við höndina til að ganga frá endum.
Fallegur dúskur setur svo punktinn yfir i-ið
Að mati prufuprjónara er þetta í erfiðleikastigi 3 (af 5 mögulegum, þar sem 1 er afar auðvelt, og 5 er mjög erfitt).