Elvýjarhettan
Tilboðsverð
Verð
650 kr
Fullt verð
650 kr
Elvýjar hettan er prjónuð í hring á hringprjóna. Byrjað er að prjóna hálsmálið en síðan eru lykkjur settar á hjálparband fyrir op að andliti og hettan prjónuð fram og til baka á hringprjóna. Í lokin er hettan saumuð saman á toppnum og tvöfaldur kantur er prjónaður í stroffprjóni í kringum andlitisopið.
Stærðir: ein stærð
Prjónfesta: 17 lykkjur og 30 raðir = 10x10 sentímetra í sléttu prjóni á prjóna nr. 5
Prjónar: 4,5 mm hringprjónar (60 sm) og 3,5 mm hringprjónar (40 sm)
Tillögur af garni: Úlfur frá Kind eða annað garn sem passar prjónfestunni.
Magn: 100 grömm
Uppskriftin er í umboðssölu hjá Prjónaklúbbnum (Pk) og er því ekki á vegum eða á ábyrgð fyrirtækisins. Höfundur hennar hefur falið fyrirtækinu að annast sölu hennar með samningi þar að lútandi, en í honum stendur m.a. „[höfundur] má einungis fela Pk sölu á uppskriftum þeim sem hún/hann gefur út sem sitt eigið hugverk. Pk ber enga ábyrgð komi í ljós misbrestur þar að lútandi s.s. ritstuldur eða annað áþekkt.“