Knit by Rós

ELMA galli

Tilboðsverð Verð 950 kr Fullt verð 950 kr

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

Gallinn er prjónaður ofan frá og niður. Fyrst er hálsmálið og berustykkið prjónað fram og til baka. Næst eru svo lykkjur teknar frá fyrir ermar. Síðan er haldið áfram að prjóna bolinn fram og til baka en hann er síðan tengdur í hring þegar kantinum lýkur. Síðan er stykkinu skipt í tvennt og skálmar prjónaðar í hring. Eftir að skálmum er lokið eru ermalykkjur teknar upp og ermarnar prjónaðar í hring.

STÆRÐIR:
0-3 mán, 3-6 mán, 6-12 mán og 12-18 mán

GARN:
Dale Baby Ull eða Sandnes Sunday,
150, 150, 200, 250 g

PRJÓNFESTA:
28 l / 10 cm á prj. nr. 3

ANNAÐ SEM ÞARF:
3 mm sokkaprjónar
3 mm hringprjónn, 60 cm
5-6 tölur
prjónamerki

Þessi uppskrift er í umboðssölu hjá Prjónaklúbbnum (Pk) og er því ekki á vegum eða á ábyrgð fyrirtækisins. Höfundur hennar hefur falið fyrirtækinu að annast sölu hennar með samningi þar að lútandi, en í honum stendur m.a. „[höfundur]  má einungis fela Pk sölu á uppskriftum þeim sem hún/hann  gefur út sem sitt eigið hugverk. Pk ber enga ábyrgð komi í ljós misbrestur þar að lútandi s.s. ritstuldur eða annað áþekkt.“