knitbysteinUNN

Darri - Barnapeysa

Tilboðsverð Verð 950 kr Fullt verð 950 kr

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

Stundum koma hugmyndir úr ólíklegustu áttum. Það var þannig með þessa peysu.
Ung og atorkusöm kona var að leita að einfaldri en fallegri peysuuppskrift til að prjóna á son sinn, svo ég ákvað bara að bjóðast til að búa eina til fyrir hana. Hún lagði línurnar og ég útfærði.
Þessi uppskrift er tileinkuð henni ❤

Um peysuna:

Peysan er prjónuð í hring ofanfrá og niður, með brugðnum lykkjum í munstri á framstykki en slétt á ermum og baki. 
Ásaumaðar tölur á laska setja sparilegan svip á peysuna.

Stærðir: 6-9 mán, 9-12 mán, 1, 2, 3, 4-5 ára, 6-7 ára

Ummál: 55, 58, 60, 62, 64, 66, 70 cm

Garn: Dale Lerke
150, 150, 200, 200, 250, 300, 350 gr

Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.

Prjónfesta: 22 lykkjur á 10 cm í sléttu prjóni.

Að mati prufuprjónara er þetta í erfiðleikastigi 1,5 (af 5 mögulegum, þar sem 1 er afar auðvelt, og 5 er mjög erfitt).