Prjónaklúbburinn

Byrjendanámskeið

Tilboðsverð Verð 13.000 kr Fullt verð

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

Kennt á mánudögum og miðvikudögum 10.febr., 12.febr. 17.febr., 19.febr.  Staðsetning: RKÍ Eyrarvegi 23, Selfossi 

Tími: 19:30-21:00
Alls 6 klst auk heimavinnu á milli kennslustunda. 

Kaffi og súkkulaði á staðnum

Kennarar eru tveir af eigendum Prjónaklúbbsins, Steinunn Kristín (knitbysteinUNN) og Ólöf Inga (Kind knitting). Steinunn hefur prjónað í fjölda ára og kallar fátt ömmu sína þegar kemur að prjónaskap. Ólöf Inga hefur einnig prjónað í mörg ár,  en hún er lærður textílhönnuður og kennari. 

Á námskeiðinu..
• Lærum við að fitja upp og prjóna sléttar og brugðnar lykkjur. Prjónum fram og til baka og einnig í hring. 
• Gerum prjónfestuprufu og áttum okkur á hvers vegna þær eru mikilvægar. 
• Förum í útaukningar og úrtökur, bæði til vinstri og hægri. 
• Að lokum fellum við af og göngum frá endum. 

Á námskeiðinu prjónum við barnatrefilinn Bæring frá Kind Knitting. Uppskriftin verður afhent á staðnum og um leið verður farið yfir hvernig á að lesa uppskriftir.

Garn og/eða prjóna er hægt að kaupa á staðnum á tilboðsverði en þátttakendum er að sjálfsögðu frjálst að koma með sitt eigið. Athugið að grófleiki garnsins og stærð prjónanna þarf að passa saman, best er að vera með garn í sk. DK grófleika, en það garn er gefið upp fyrir prjóna nr. 4.

*Lágmarksþáttaka er 5. Ef tilskilinn fjöldi næst ekki áskiljum við okkur rétt til að fella námskeiðið niður og endurgreiðum þá að sjálfsögðu námskeiðsgjald.