Blika - Buxur fyrir lítil kríli
Tilboðsverð
Verð
950 kr
Fullt verð
950 kr
Blika er ein af fjölmörgum skýjategundum sem oft sjást á himni. Hún er hvít, þunn og oftast samfelld háskýjabreiða sem oft dregur upp á himininn þar til hún þekur allt loftið. Boðar hún oft komu regnsvæðis og kemur þá gráblika og regnþykkni með úrkomu í kjölfar hennar. Nafngiftin passar því vel við notagildið.
Um buxurnar:
Buxurnar eru prjónaðar í hring, ofan frá og niður með stuttum umferðum til að gera betra pláss fyrir rassinn. Skálmar eru prjónaðar hvor í sínu lagi. Munstur er niður eftir skálmum að utanverðu, og axlaböndin prjónast svo að lokum.
Stærðir:
0-3 mán / 3-6 mán, / 6-9 mán
Ummál:
40, 44, 48 cm
Garn:
Dale Babyull
100, 100, 150gr
Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.
Prjónar:
Hringprjónar, 40 cm # 2,5 og 3,0
Sokkaprjónar # 2,5og 3,0
Prjónfesta: 28 lykkjur á 10 cm í sléttu prjóni.
Annað sem þarf að hafa við höndina:
Prjónamerki
Skæri, nál
2 tölur
Að mati prufuprjónara er þetta í erfiðleikastigi 2 (af 5 mögulegum, þar sem 1 er afar auðvelt, og 5 er mjög erfitt).