knitbysteinUNN

BAX - fullorðinspeysa

Tilboðsverð Verð 950 kr Fullt verð

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

BAX kraginn sló í gegn þegar hann kom út fyrir stuttu, og strax var farið að kalla eftir peysuuppskrift með sama mynstri.

Peysan er prjónuð í hring, ofanfrá og niður.

Stærðir:
XS - S – M – L – XL - XXL

Ummál:
88 – 91 – 97 – 102 – 108 - 113 cm

Garn:  
1 þráður Sandnes Sunday og 1 þráður Sandnes Silk Mohair
(900, 950, 1000, 1100, 1250, 1350 metrar af hvoru)

Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.

Prjónfesta:
18 lykkjur á 10 cm í sléttu prjóni á prjóna #5,0

Það sem þarf að hafa við höndina:
Hringprjónn 40 cm #4,0
Hringprjónar 60cm (og 80 cm) #5,0
Sokkaprjónar #4,0
Prjónamerki
Skæri, nál

Að mati prufuprjónara er þetta í erfiðleikastigi 2,5 (af 5 mögulegum, þar sem 1 er afar auðvelt, og 5 er mjög erfitt).