Knits by Linda

Alpahúfan

Tilboðsverð Verð 450 kr Fullt verð 650 kr

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

Húfan er prjónuð í hring frá toppi á sokkaprjóna til að byrja með en síðan er hægt að skipta yfir á lítinn hringprjón. Í þessari uppskrift eru tvær útgáfur, annars vegar aðeins grófari týpa, prjónuð á prjóna númer 5 og hins vegar fínlegri týpan, prjónuð á prjóna númer 4 og með gatamynstri á kolli.

STÆRÐIR
:

9 mán (1 – 2 ára) 3 – 4 ára (5 – 6 ára) 8 ára (10 ára)

GARN: 50 (50) 50 (50) 100 (100) g 
Peruvian Highland wool frá Filcolana (50 g = 100 m).

Við mælum einnig með að nota Úlf frá Kind knitting eða Aran í stóru dokkunum, hvoru tveggja fæst hjá okkur.

PRJÓNFESTA:
18/10 slétt prjón á prjóna nr. 5.

ANNAÐ SEM ÞARF:
Lítinn hringprjónn og sokkaprjónar nr 5.

Þessi uppskrift er í umboðssölu hjá Prjónaklúbbnum (Pk) og er því ekki á vegum eða á ábyrgð fyrirtækisins. Höfundur hennar hefur falið fyrirtækinu að annast sölu hennar með samningi þar að lútandi, en í honum stendur m.a. „[höfundur]  má einungis fela Pk sölu á uppskriftum þeim sem hún/hann  gefur út sem sitt eigið hugverk. Pk ber enga ábyrgð komi í ljós misbrestur þar að lútandi s.s. ritstuldur eða annað áþekkt.“