Knit by Helga

Margrét kaðlapeysa

Tilboðsverð Verð 790 kr Fullt verð 990 kr

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

Um peysuna: Peysan er prjónuð í hring, ofanfrá og niður, með kaðlalöskum og balloon ermum

Stærðir: Small, medium, large, extra large

Yfirvídd í cm: 105, 115, 120, 125

Um peysuna: Peysan er prjónuð í hring, ofanfrá og niður, með kaðlalöskum og balloon ermum. Hvað þarf: garn, prjóna, kaðlaprjón, prjónamerki og nál til frágangs.

Hvað þarf:

  • Garn
  • Prjóna
  • Kaðlaprjón
  • Prjónamerki
  • Nál til frágangs.

Garn:
Klassíska útgafan: Bonus aran eða sambærilegt garn með sömu prjónafestu.
Deluxe mohair útgáfan: VatnesYarn (true merino)/Eden cottage yarn(milburn 4ply) + hip mohair eða sambærilegur þráður auk mohair þráðs.

Garnmagn: 1200 m,1300 m,1400 m,1500 m (ATH. Þetta er viðmið og gæti verið breytilegt fyrir aðra týpu af garni og þarf að hafa tvöfallt magn fyrir mohair útgáfu, td í medium=1200 m, þá þarf 1200 m af þráð nr 1 og 1200 m af mohair.

Prjónfesta: 19 lykkjur = 10cm.

Prjónar

  • 40 cm hringprjónn í 4mm
  • Sokkaprjónar í 4mm (eða magic loop)
  • 40 og 60/80 cm hringprjónn í 5 mm. 

 

Uppskriftin er eftir Helgu Maríu Helgadóttur og er í umboðssölu hjá Prjónaklúbbnum (Pk) og er því ekki á vegum eða á ábyrgð fyrirtækisins. Höfundur hennar hefur falið fyrirtækinu að annast sölu hennar með samningi þar að lútandi, en í honum stendur m.a. „[höfundur]  má einungis fela Pk sölu á uppskriftum þeim sem hún/hann  gefur út sem sitt eigið hugverk. Pk ber enga ábyrgð komi í ljós misbrestur þar að lútandi s.s. ritstuldur eða annað áþekkt.“