Dale Garn

Lanolin ull - (1427) Mörk rust

Tilboðsverð Verð 500 kr Fullt verð 1.099 kr

VSK innifalinn. Sendingarkostnaður reiknast ef við á í pöntunarferli.

Natural Lanolin Wool er 4-þráða náttúrulegt ullargarn sem verndar upprunalega eiginleika ullarinnar. Þetta þýðir hámarks mýkt og heldur það góðum hita og einangrun, jafnvel þegar flíkin er rök og blaut. Eftir litun er lanólíni, sem er náttúruleg ullarfita, bætt við framleiðsluna og eykur það sjálfhreinsandi og vatnsfráhrindandi eiginleika ullarinnar. Þannig fæst garn með bestu notkunareiginleika og henta einstaklega vel í flíkur s.s. bleyjubuxur, nærföt, sokka og alls kyns aðrar flíkur til tómstunda og útiveru.

Natural Lanolin Wool er besti kosturinn þegar kemur að prjónaflíkum fyrir leikskólann og aðra, stóra sem smáa sem hyggja á mikla útiveru. Garnið hentar afar vel í vettlinga og sokka, trefla og húfur. Það hentar öllum prjónaaðferðum, hvort sem er munsturprjón, tvíbandaprjón eða hvað annað. Lanolin ullarfitan skolast smám saman úr flíkinni og því mælum við með að þú notir ullarsápu með náttúrulegu lanólíni sem gerir prjónlesið mjúkt og teygjanlegt aftur. Regluleg notkun slíkrar sápu mun varðveita bestu eiginleika ullarinnar.

ATH! Natural Lanolin Wool hentar til þæfingar.
Athugið þó að bleikjað hvítt garn þófnar ekki (naturhvítt er ekki bleikjað).

Innihald:

100 % hrein nýull

Þyngd og magn:

50 grömm = ca 100 metrar

Prjónfesta

22 lykkjur í sléttu prjóni á prjóna nr. 4 = 10 cm.

Uppruni:

Dale Natural Lanolin Wool er framleitt í Rúmeníu

• Ullarþvottur 30 °C
• Þvoið á röngunni
• Notið þvottaefni fyrir ull/silki
• Notið ekki mýkingarefni
• Leggið til þerris